Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 16. júlí 2022 19:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Vikingur gekk frá FH í síðari hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Logi Tómasson ('53 )
0-2 Eggert Gunnþór Jónsson ('80 , sjálfsmark)
0-3 Birnir Snær Ingason ('83 )

Lestu um leikinn

FH og Víkingur mættust í fyrsta leik þrettándu umferðar Bestu deildarinnar.


Það kom upp umdeilt atvik strax á 9. mínútu þegar Vuk Oskar var kominn einn á móti marki en hitti ekki boltann. Karl Friðleifur Gunnarsson truflaði hann í skotinu.

Margir vildu fá vítaspyrnu dæmda á Karl Friðleif en ekkert dæmt.

Staðan var markalaus í hálfleik en það dró til tíðinda snemma í síðari hálfleik þegar Ari Sigurpálsson sendi boltann fyrir og Logi Tómasson var aleinn á fjær og setti boltann í netið.

Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum fékk Helgi Guðjónsson boltann inn á teignum og á sendingu fyrir en boltinn fór í Gunnar Nielsen í marki FH, þaðan í Eggert Gunnþór Jónsson og í netið.

Aðeins þremur mínútum síðar gulltryggði Birnir Snær Ingason sigurinn með góðu marki. Sjötti deildarleikur Víkinga í röð staðreynd. Sjö leikir án sigurs hjá FH.


Athugasemdir
banner
banner