Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   sun 16. júlí 2023 18:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikið hungur í Aftureldingu - „Við viljum ennþá meira"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mikill karakter, frábær liðsheild hjá okkur að klára þetta. Þórsararnir eru erfiðir heim að sækja og koma hingað og vinna öflugan sigur er bara frábært," sagði Magnús Már Einarsson þjálari Aftureldingar eftir góðan 3-1 sigur á Þór á Vís vellinum á Akureyri en þetta var fyrsta tap Þórs á heimavelli í sumar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  3 Afturelding

„Auðvitað er eins marks forysta alltaf tæp en mér fannst þeir ekki skapa sér mikið af færum. Varnarleikurinn var mjög góður og þeir skapa sér ekki mikið í seinni hálfleik sem ég man eftir," sagði Maggi.

„Mér fannst við geta sett þriðja markið allavega einu sinni ef ekki tvisvar áður en það kom síðan. Það var sætt þegar það kom þá gat maður andað aðeins léttar."

Afturelding er komið með 9 stiga forystu í Lengjudeildinni eftir að Fjölnir gerði jafntefli á sama tíma. Maggi hugsar bara um sína menn.

„Það eina sem skiptir máli er að við vinnum okkar leiki og ef við gerum það áfram þá verður niðurstaðan góð í haust. Eina sem við erum að hugsa um er að við viljum meira, við erum alls ekki saddir. Það eru 12 leikir búnir og ennþá 10 leikir eftir, við viljum ennþá meira," sagði Maggi.


Athugasemdir
banner
banner