Stefán Teitur Þórðarson og Jason Daði Svanþórsson eru nýlega fluttir til Englands þar sem þeir skrifuðu undir samninga við Preston North End og Grimsby Town.
Stefán Teitur fór til Preston sem leikur í Championship deildinni á meðan Jason Daði er hjá Grimsby í League Two, sem er fjórða efsta deild enska deildakerfisins.
Þeir voru báðir í byrjunarliðunum í kvöld þegar Preston og Grimsby spiluðu æfingaleiki á undirbúningstímabilinu.
Stefán og félagar í Preston töpuðu óvænt 2-1 gegn Southport, þar sem Mads Frökjær-Jensen gerði eina mark gestanna, á meðan Jason og hans liðsfélagar lögðu Boston United að velli.
Fyrr í kvöld átti Porto leik við Al-Arabi og vann þægilegan 4-0 sigur.
Southport 2 - 1 Preston
Boston 0 - 2 Grimsby
Porto 4 - 0 Al-Arabi
Athugasemdir