Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   þri 16. júlí 2024 12:01
Elvar Geir Magnússon
BBC nefnir sjö kosti í enska landsliðsþjálfarastarfið
Hver tekur við af Southgate?
Hver tekur við af Southgate?
Mynd: EPA
Gareth Southgate staðfesti í morgun að hann hefur ákveðið að láta staðar numið og hætta þjálfun enska landsliðsins.

Southgate stýrði enska landsliðinu í 102 leikjum á átta árum en hans síðasti leikur var tapið gegn Spáni í úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn.

Undir stjórn Southgate komst England tvisvar í úrslitaleik EM, í undanúrslit og 8-liða úrslit á HM.

En hver tekur við enska landsliðinu? Breska ríkisútvarpið nefnir sjö aðila sem eru mögulega á blaði hjá enska fótboltasambandinu.

Mynd: Getty Images

Lee Carsley
U21 landsliðsþjálfari Englendinga er í miklum metum innan sambandsins. Hann hefur verið lengi hjá FA og stýrði U21 landsliðinu til sigurs á Evrópumótinu í fyrra. Southgate var U21 þjálfari áður en hann tók við A-landsliðinu. Mögulega tekur Carsley við til bráðabirgða.
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola
Einn daginn verður Guardiola landsliðsþjálfari en hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona, Bayern München og Manchester City. Spilar aðlaðandi fótbolta og er draumaþjálfari margra Englendinga. Er samningsbundinn City til 2025 og launakröfur hans gætu reynst hindrun.
Mynd: EPA

Eddie Howe
Englendingur sem er ofarlega hjá veðbönkum. Alveg frá því að hann stýrði Bournemouth hefur hann verið nefndur sem framtíðarlandsliðsþjálfari Englands. Kom Newcastle í Meistaradeildina í fyrra og er samningsbundinn til 2027. Það yrði samt erfitt fyrir hann að segja nei ef landsliðið kallar.
Mynd: EPA

Jurgen Klopp
Stórt nafn sem er á lausu. Ef enska sambandið vill erlendan þjálfara er líklegt að þeir skoði hug Klopp. Þjóðverjinn er þó ólíklega til í slaginn strax en hann er kominn í frí eftir árin hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images

Mauricio Pochettino
Argentínumaðurinn hefur ekki leynt áhuga sínum á að taka við enska landsliðinu. Elskar enska fótboltaumhverfið. Þessi fyrrum stjóri Tottenham, Chelsea og PSG var orðaður við Manchester United áður en samningur Erik ten Hag var framlengdur.
Mynd: EPA

Graham Potter
Talinn af veðbönkum meðal þeirra líklegustu. Gerði magnaða hluti hjá Brighton en orðspor hans beið hnekki hjá Chelsea. Sagan segir að Potter hafi hafnað Leicester því hann var með augu á að enska landsliðsþjálfarastarfið gæti losnað.
Mynd: EPA

Thomas Tuchel
Annað stórt nafn sem er á lausu. Stýrði Chelsea til sigurs í Meistaradeildinni og yfirgaf Bayern München eftir síðasta tímabili. Er fyrrum stjóri PSG og Dortmund og er sagður hafa áhuga á að hlusta ef enska fótboltasambandið hefur áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner