Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 16. júlí 2024 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Mynd: Twente
„Mér líður mjög vel. Það er mjög gott að klára þetta með stæl," sagði Amanda Andradóttir, leikmaður Íslands, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Amanda var ánægð með að fá mínútur. „Það var mjög gaman, loksins."

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Það var markmiðið að koma hingað og vinna. Það var gott að við náðum að gera það. Við erum mjög sáttar með þessa undankeppni og sérstaklega síðasta leik á móti Þýskalandi. Það var ótrúlegt að vinna 3-0 gegn Þýskalandi og klára þetta síðan núna."

Amanda ræddi líka aðeins um félagaskipti sín til Twente í viðtalinu. Það var tilkynnt fyrr í vikunni að hún hefði skrifað undir tveggja ára samning við hollenska meistaraliðið.

„Ég er ótrúlega spennt að fara út og spila með nýju liði. Ég fæ nokkra daga í frí og síðan fer ég til Hollands," sagði Amanda.

Það var mikill áhugi á henni en Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði nýverið að það hefðu einhver 100 lið boðið í hana. Var erfitt að velja?

„Nei, mér leist bara mjög vel á Holland og Twente. Þetta er mjög gott félag sem hefur verið á toppnum í Hollandi í mörg ár. Ég held að þetta sé mjög gott skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Twente vill alltaf vinna og vill spila skemmtilegan sóknarbolta. Ég held að ég passi vel inn í liðið."

Hún er þakklát fyrir tímann hjá Val. „Þetta hefur verið ótrúlega góður tími og ég hef bætt mig mjög mikið sem leikmaður. Mér hefur liðið ótrúlega vel í Val og það var mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra að fara í Val. Ég mun sakna þess að vera þar."

Amanda segist vera að fara út sem betri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner