Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   þri 16. júlí 2024 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Mynd: Twente
„Mér líður mjög vel. Það er mjög gott að klára þetta með stæl," sagði Amanda Andradóttir, leikmaður Íslands, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Amanda var ánægð með að fá mínútur. „Það var mjög gaman, loksins."

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Það var markmiðið að koma hingað og vinna. Það var gott að við náðum að gera það. Við erum mjög sáttar með þessa undankeppni og sérstaklega síðasta leik á móti Þýskalandi. Það var ótrúlegt að vinna 3-0 gegn Þýskalandi og klára þetta síðan núna."

Amanda ræddi líka aðeins um félagaskipti sín til Twente í viðtalinu. Það var tilkynnt fyrr í vikunni að hún hefði skrifað undir tveggja ára samning við hollenska meistaraliðið.

„Ég er ótrúlega spennt að fara út og spila með nýju liði. Ég fæ nokkra daga í frí og síðan fer ég til Hollands," sagði Amanda.

Það var mikill áhugi á henni en Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði nýverið að það hefðu einhver 100 lið boðið í hana. Var erfitt að velja?

„Nei, mér leist bara mjög vel á Holland og Twente. Þetta er mjög gott félag sem hefur verið á toppnum í Hollandi í mörg ár. Ég held að þetta sé mjög gott skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Twente vill alltaf vinna og vill spila skemmtilegan sóknarbolta. Ég held að ég passi vel inn í liðið."

Hún er þakklát fyrir tímann hjá Val. „Þetta hefur verið ótrúlega góður tími og ég hef bætt mig mjög mikið sem leikmaður. Mér hefur liðið ótrúlega vel í Val og það var mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra að fara í Val. Ég mun sakna þess að vera þar."

Amanda segist vera að fara út sem betri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner