Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 16. júlí 2024 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Mynd: Twente
„Mér líður mjög vel. Það er mjög gott að klára þetta með stæl," sagði Amanda Andradóttir, leikmaður Íslands, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Amanda var ánægð með að fá mínútur. „Það var mjög gaman, loksins."

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Það var markmiðið að koma hingað og vinna. Það var gott að við náðum að gera það. Við erum mjög sáttar með þessa undankeppni og sérstaklega síðasta leik á móti Þýskalandi. Það var ótrúlegt að vinna 3-0 gegn Þýskalandi og klára þetta síðan núna."

Amanda ræddi líka aðeins um félagaskipti sín til Twente í viðtalinu. Það var tilkynnt fyrr í vikunni að hún hefði skrifað undir tveggja ára samning við hollenska meistaraliðið.

„Ég er ótrúlega spennt að fara út og spila með nýju liði. Ég fæ nokkra daga í frí og síðan fer ég til Hollands," sagði Amanda.

Það var mikill áhugi á henni en Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði nýverið að það hefðu einhver 100 lið boðið í hana. Var erfitt að velja?

„Nei, mér leist bara mjög vel á Holland og Twente. Þetta er mjög gott félag sem hefur verið á toppnum í Hollandi í mörg ár. Ég held að þetta sé mjög gott skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Twente vill alltaf vinna og vill spila skemmtilegan sóknarbolta. Ég held að ég passi vel inn í liðið."

Hún er þakklát fyrir tímann hjá Val. „Þetta hefur verið ótrúlega góður tími og ég hef bætt mig mjög mikið sem leikmaður. Mér hefur liðið ótrúlega vel í Val og það var mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra að fara í Val. Ég mun sakna þess að vera þar."

Amanda segist vera að fara út sem betri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner