Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mathys Tel verður áfram hjá Bayern - Sané á leið burt?
Mynd: Bayern
Þýska stórveldið FC Bayern er með mikið af kantmönnum í leikmannahópinum sínum eftir kaup á Michael Olise frá Crystal Palace á dögunum.

Olise mun berjast við Serge Gnabry, Leroy Sané, Kingsley Coman og Mathys Tel um sæti í öflugri framlínu, nema að einhver leikmaður verði seldur.

Mathys Tel hefur verið orðaður við brottför frá Bayern í sumar, en nýjustu fregnir herma að hann muni ekki fara frá félaginu. Hann er aðeins 19 ára gamall en þykir gríðarlega efnilegur er eftirsóttur af félögum um alla Evrópu.

Tel líður vel hjá Bayern og vill félagið ekki missa hann frá sér. Hann er spenntur að starfa undir stjórn Vincent Kompany, en hann skoraði 10 mörk og gaf 6 stoðsendingar á síðustu leiktíð.

Fregnir frá Þýskalandi segja að Leroy Sané sé líklegasti kantmaður Bayern til að vera seldur eins og staðan er í dag. Hann á eitt ár eftir af samningi við félagið og hafa samningaviðræður ekki gengið vel.
Athugasemdir