Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
banner
   þri 16. júlí 2024 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður ágætlega. Ég er alltaf sátt með sigur en mér fannst við ekki alveg nógu góðar í þessum leik. Við endum þessa undankeppni með stæl samt, sex stigum úr þessum glugga. Það er bara frábært," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í síðasta leiknum í undankeppni EM 2025.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Sveindís skoraði sigurmark Íslands í leiknum í fyrri hálfleik þegar hún tók boltann af varnarmanni Póllands, óð upp völlinn og setti boltann í netið.

„Ég sé að varnarmaðurinn er að taka lélega snertingu og næ að pota í hann á undan henni. Þá er ég eiginlega komin ein í gegn. Svo kemur ein fljúgandi á móti mér og ég þurfti bara að taka eina snertingu til hliðar og svo skot."

„Það kemur annar varnarmaður mjög hratt á móti mér og hún eiginlega gefur mér þetta. Þá þarf ég bara að taka hann einu sinni til hliðar og svo skot í nærhornið. Það er gott að þetta hafi verið sigurmarkið."

Ísland endar í öðrum sæti í riðlinum sínum og fer beint á EM.

„Við vorum auðvitað mjög ánægðar með sigurinn gegn Þýskalandi en við vissum hvað væri í húfi í dag. Þær vinna sinn leik, Þýskaland, og við tökum þá bara annað sætið. Besta annað sætið í öllum riðlinum og við erum ánægðar að vera fimmta besta liðið."


Athugasemdir
banner
banner
banner