Ítalska félagið AC Milan vill kaupa brasilíska bakvörðinn Emerson Royal frá Tottenham en viðræður félaganna um kaupverð eru ekki að miðast áfram.
Tottenham hefur hafnað tveimur tilboðum frá Milan og vill félagið fá rúmlega 20 milljónir evra fyrir bakvörðinn sinn.
Talið er að seinna tilboð Milan hafi hljóðað upp á rúmlega 17 milljónir evra.
Emerson er 25 ára gamall og er spenntur að skipta yfir til Milan en á tvö ár eftir af samningi hjá Tottenham.
Það er mikið af hægri bakvörðum í leikmannahópi Milan sem stendur, þar sem Davide Calabria og Alessandro Florenzi eiga eitt ár eftir af samningi.
Calabria er fyrirliði Milan og byrjunarliðsmaður og taldar góðar líkur á að hann muni skrifa undir nýjan samning, en búist er við að Florenzi yfirgefi félagið í sumar eða á næsta ári.
Þá eru hinir efnilegu Álex Jiménez og Filippo Terracciano einnig í hóp en gætu verið lánaðir út.
Athugasemdir