Ágúst Gylfason og lærisveinar í Breiðabliki komust með ótrúlegum naumindum í bikarúrslit eftir mikla dramatík í Kópavoginum í kvöld. Ágúst hrósaði andstæðingunum í Víkingi Ólafsvík eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 6 - 4 Víkingur Ó.
„Þetta hlýtur að hafa verið skemmtun fyrir stuðningsmenn beggja liða. Þetta var hörkuleikur og í raun ótrúlegt að við höfum náð að koma þessu í vítakeppni miðað við það hvernig framlengingin þróaðist," segir Ágúst.
„Það var kraftur og gæði í Ólafsvíkurliðinu og þeir eiga heiður skilinn fyrir frábæra frammistöðu. Það kom mér mér verulega á óvart hversu öflugir þeir voru. Þeir voru vel skipulagðir og skeinuhættir í skyndisóknum og föstum leikatriðum."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Hér má sjá @blikar_is fagna sæti í úrslitaleik @mjolkurbikarinn #fotboltinet pic.twitter.com/TPtNsKUFOO
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) August 16, 2018
Athugasemdir