Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. ágúst 2022 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KR spilar ekki leik í meira en mánuð
Úr leik hjá KR í sumar.
Úr leik hjá KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið KR er í þeirri ótrúlegu stöðu að liðið mun ekki spila keppnisleik í meira en mánuð þegar fótboltasumarið stendur sem hæst núna.

KR, sem situr á botni Bestu deildarinnar, spilaði síðast við ÍBV 9. ágúst og tapaði þar 3-1.

Næsti leikur liðsins er fallbaráttuslagur gegn Aftureldingu þann tólfta september.

KR átti að spila gegn Breiðabliki í 13. umferðinni í kvöld en þeim leik var flýtt til 28. júlí þar sem Blikar eru að fara að taka þátt í Meistaradeildinni.

KR átti svo að spila gegn Val í Reykjavíkurslag í næstu viku en samkvæmt vefsíðu KSÍ er búið að fresta þeim leik. Valur er að fara að spila í Meistaradeildinni næsta fimmtudag og sunnudag. Svo er bikarúrslitaleikurinn á milli Vals og Blika framundan, en hann er settur í lok mánaðarins. Það er mikið leikjaálag á þessum liðum í bland við ferðalög.

Lið KR, sem situr á botninum, fær núna mikið frí og það er spurning hvernig áhrif það mun áhrif á þeirra lið - hvort það muni hjálpa þeim að þétta sér saman eða hvort það muni hafa einhver neikvæð áhrif.
Athugasemdir
banner
banner