Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. ágúst 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magnús Haukur tekur við kvennaliði Fjölnis eftir tímabilið (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur samið við Magnús Hauk Harðarson um að hann taki við sem aðalþjálfari kvenna hjá Fjölni á nýju tímabili.

Þeir Júlíus Ármann Júlíusson og Theódór Sveinjónsson munu klára tímabilið með liðinu en undir þeirra stjórn fór Fjölnir upp úr 2. deild yfir í Lengjudeildina.

„Einnig hafa þeir félagar verið öflugir yngri flokks þjálfarar hjá félaginu og hefur gengið vel hjá U20/2. flokki kvenna undir þeirra stjórn. Fjölnir þakkar þeim fyrir störf sín fyrir meistaraflokkinn," segir í tilkynningu Fjölnis.

Magnús Haukur er í dag þjálfari hjá Val ásamt því að vera annar af tveimur þjálfurum KH. Þá er Magnús vel kunnugur starfi innan Fjölnis, hann byrjaði sinn þjálfaraferil þar sem barna- og unglingaþjálfari og hefur áður komið að meistaraflokk kvenna hjá félaginu sem einn af aðstoðarþjálfurum. Frá Fjölni fór Magnús yfir til FH og frá FH lá leið Magnúsar yfir til Vals ásamt því að vera í þjálfarateymi KH.

„Fjölnir býður Magnús velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins."

Fjölnir er sem stendur í 9. sæti Lengjudeildarinnar og ekkert nema kraftaverk getur bjargað liðinu frá því að falla í 2. deild.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner