Einn áreiðanlegasti fjölmiðlamaðurinn í tengslum við Real Madrid segir núna að Manchester United sé farið að horfa til brasilíska miðjumannsins Casemiro.
Jose Felix Diaz hjá Marca segir frá því í dag Man Utd hafi áhuga á því að fá Casemiro.
Man Utd hefur verið að leita sér að miðjumanni í allt sumar og er Frenkie de Jong búinn að vera efstur á óskalistanum, en það er flókið að fá hann frá Barcelona.
Casemiro hefur lengi verið mikilvægur fyrir Real en félagið hefur verið að endurnýja miðjuna hjá sér upp á síðkastið og það er ekki útilokað að spænska stórveldið sé tilbúið að selja hann fyrir rétt verð.
Það verður áhugavert að sjá hvað verður á þessum síðustu tveimur vikum í glugganum.
Athugasemdir