Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   mán 16. september 2019 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Höfum verið að plana til framtíðar
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég er náttúrulega svekktur að við skyldum ekki klára þenann leik. Við eigum að geta mikið betur en þetta," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir jafntefli gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Grindavík

„Ég er þokkalega sáttur með fyrri hálfleikinn, en við hefðum alveg getað gert betur. Varnarlega, þá dældu þeir háum og löngum boltum á okkur, og við höndluðum það vel í fyrri hálfleiknum. Svo var allt annað upp á teningnum í seinni hálfleiknum, bæði sóknarlega og varnarlega. Við vorum passívir."

„Ég er ekki sáttur með seinni hálfleiknum og við sem hópur eigum ekki að vera sáttir með hann."

ÍA tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni með þessu stigi í dag.

„Við settum okkur markmið fyrir tímabilið, ákveðinn stigafjölda sem við erum ekki búnir að ná. Við erum á góðri leið með það. Eftir þetta svekkelsi í seinni hálfleiknum, þá munum við gíra okkur upp og æfa vel og vera klárir í alvöru baráttu gegn HK."

Tímabilið fer að líða undir lok. Skagamenn eru búnir að vera að plana til framtíðar.

„Frá því ég tók við höfum verið að plana til framtíðar og það heldur áfram. Það þýðir ekki að hugsa bara eina viku, einn leik eða einn mánuð fram í tímann þegar þú ert að vinna í þínu verkefni. Auðvitað er það einn leikur í einu, en við erum að reyna að efla félagið í heild sinni og það heldur áfram," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Athugasemdir
banner
banner