PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mán 16. september 2019 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Höfum verið að plana til framtíðar
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég er náttúrulega svekktur að við skyldum ekki klára þenann leik. Við eigum að geta mikið betur en þetta," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir jafntefli gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Grindavík

„Ég er þokkalega sáttur með fyrri hálfleikinn, en við hefðum alveg getað gert betur. Varnarlega, þá dældu þeir háum og löngum boltum á okkur, og við höndluðum það vel í fyrri hálfleiknum. Svo var allt annað upp á teningnum í seinni hálfleiknum, bæði sóknarlega og varnarlega. Við vorum passívir."

„Ég er ekki sáttur með seinni hálfleiknum og við sem hópur eigum ekki að vera sáttir með hann."

ÍA tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni með þessu stigi í dag.

„Við settum okkur markmið fyrir tímabilið, ákveðinn stigafjölda sem við erum ekki búnir að ná. Við erum á góðri leið með það. Eftir þetta svekkelsi í seinni hálfleiknum, þá munum við gíra okkur upp og æfa vel og vera klárir í alvöru baráttu gegn HK."

Tímabilið fer að líða undir lok. Skagamenn eru búnir að vera að plana til framtíðar.

„Frá því ég tók við höfum verið að plana til framtíðar og það heldur áfram. Það þýðir ekki að hugsa bara eina viku, einn leik eða einn mánuð fram í tímann þegar þú ert að vinna í þínu verkefni. Auðvitað er það einn leikur í einu, en við erum að reyna að efla félagið í heild sinni og það heldur áfram," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Athugasemdir