Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   mán 16. september 2019 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Höfum verið að plana til framtíðar
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég er náttúrulega svekktur að við skyldum ekki klára þenann leik. Við eigum að geta mikið betur en þetta," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir jafntefli gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Grindavík

„Ég er þokkalega sáttur með fyrri hálfleikinn, en við hefðum alveg getað gert betur. Varnarlega, þá dældu þeir háum og löngum boltum á okkur, og við höndluðum það vel í fyrri hálfleiknum. Svo var allt annað upp á teningnum í seinni hálfleiknum, bæði sóknarlega og varnarlega. Við vorum passívir."

„Ég er ekki sáttur með seinni hálfleiknum og við sem hópur eigum ekki að vera sáttir með hann."

ÍA tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni með þessu stigi í dag.

„Við settum okkur markmið fyrir tímabilið, ákveðinn stigafjölda sem við erum ekki búnir að ná. Við erum á góðri leið með það. Eftir þetta svekkelsi í seinni hálfleiknum, þá munum við gíra okkur upp og æfa vel og vera klárir í alvöru baráttu gegn HK."

Tímabilið fer að líða undir lok. Skagamenn eru búnir að vera að plana til framtíðar.

„Frá því ég tók við höfum verið að plana til framtíðar og það heldur áfram. Það þýðir ekki að hugsa bara eina viku, einn leik eða einn mánuð fram í tímann þegar þú ert að vinna í þínu verkefni. Auðvitað er það einn leikur í einu, en við erum að reyna að efla félagið í heild sinni og það heldur áfram," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Athugasemdir
banner