Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 16. september 2019 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Höfum verið að plana til framtíðar
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Ég er náttúrulega svekktur að við skyldum ekki klára þenann leik. Við eigum að geta mikið betur en þetta," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir jafntefli gegn Grindavík í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Grindavík

„Ég er þokkalega sáttur með fyrri hálfleikinn, en við hefðum alveg getað gert betur. Varnarlega, þá dældu þeir háum og löngum boltum á okkur, og við höndluðum það vel í fyrri hálfleiknum. Svo var allt annað upp á teningnum í seinni hálfleiknum, bæði sóknarlega og varnarlega. Við vorum passívir."

„Ég er ekki sáttur með seinni hálfleiknum og við sem hópur eigum ekki að vera sáttir með hann."

ÍA tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni með þessu stigi í dag.

„Við settum okkur markmið fyrir tímabilið, ákveðinn stigafjölda sem við erum ekki búnir að ná. Við erum á góðri leið með það. Eftir þetta svekkelsi í seinni hálfleiknum, þá munum við gíra okkur upp og æfa vel og vera klárir í alvöru baráttu gegn HK."

Tímabilið fer að líða undir lok. Skagamenn eru búnir að vera að plana til framtíðar.

„Frá því ég tók við höfum verið að plana til framtíðar og það heldur áfram. Það þýðir ekki að hugsa bara eina viku, einn leik eða einn mánuð fram í tímann þegar þú ert að vinna í þínu verkefni. Auðvitað er það einn leikur í einu, en við erum að reyna að efla félagið í heild sinni og það heldur áfram," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner