Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 16. september 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skemmtileg tölfræði hjá Chelsea - Ungir leikmenn slá í gegn
Mason Mount og Tammy Abraham.
Mason Mount og Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea vann um helgina góðan 4-2 sigur gegn Úlfunum og er liðið með átta stig eftir fimm umferðir í ensku úrvalsdeildinni.

Frank Lampard, goðsögn hjá Chelsea, tók við liðinu í sumar og hefur hann verið duglegur að gefa yngri leikmönnum tækifærið í upphafi tímabils.

Einn af þessum yngri leikmönnum, hinn 21 árs gamli Tammy Abraham, skoraði þrennu þegar Chelsea vann Wolves og er hann markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með sjö mörk eftir fimm leiki. Hann gerði reyndar líka sjálfsmark í leiknum í gær.

Alls hefur Chelsea skorað 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Öll mörkin hafa komið frá leikmönnum sem hafa komið upp í gegnum akademíu félagsins.

Mörk Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu:
Tammy Abraham (21 árs) - 7 mörk
Mason Mount (20 ára) - 3 mörk
Fikayo Tomori (21 árs) - 1 mark

Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands og núverandi þáttastjórnandi Match of the Day, bendir svo á það á Twitter að Chelsea hafi nú þegar gefið leikmönnum yngri en 21 árs fleiri mínútur á þessu tímabili en á öllum öðrum tímabilum, heilum tímabilum, síðan 2005.

Skemmtilegir hlutir í gangi hjá Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner