Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 16. september 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valverde um hinn 16 ára Fati: Ekki eðlilegt
Ansu Fati.
Ansu Fati.
Mynd: Getty Images
Ansu Fati hefur komið skemmtilega á óvart með Barcelona það sem af er þessu tímabili.

Þessi 16 ára gamli strákur hefur komið sterkur inn í lið Börsunga á meðan leikmenn eins og Ousmane Dembele og Lionel Messi hafa verið að glíma við meiðsli.

Um helgina skoraði hann og lagði upp í 5-2 sigri Barcelona gegn Valencia. Hann skoraði eftir tvær mínútur og lagði upp stuttu síðar fyrir Frenkie de Jong.

„Það er ekki auðvelt fyrir neinn að spila fyrir Barcelona, hvað þá fyrir eins ungan strák og Ansu Fati. Það er ekki eðlilegt að hann sé að skora með fyrstu snertingu sinni í leiknum og leggi svo upp mark eftir það," sagði Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, eftir leikinn.

Honum hefur auðvitað verið líkt við hinn magnaða Messi.

„Mér er sama um það. Það er undir okkur komið að vernda leikmanninn."


Athugasemdir
banner
banner