Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. september 2020 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sunnlenska 
Hólmfríður aftur til Avaldsnes (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan fyrrverandi Hólmfríður Magnúsdóttir, sem hefur verið að gera góða hluti með sterku liði Selfoss undanfarnar vikur, mun ekki spila meira í íslenska boltanum í ár. Hún er búin að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Avaldsnes í annað sinn.

Hólmfríður, sem spilaði 112 A-landsleiki, lék fyrir Avaldsnes í fjögur ár frá 2012 til 2016 og var algjör lykilmaður. Nú er Avaldsnes í toppbaráttunni í Noregi, aðeins fjórum stigum eftir toppliði Vålerenga og með leik til góða. Auk þess er liðið komið í undanúrslit norska bikarsins.

„Mér finnst þetta mjög spennandi tækifæri fyrir mig og stór viðurkenning eftir góða frammistöðu með Selfossi. Ég ætlaði ekki að fara aftur í fótbolta eftir að hafa eignast barn en Selfoss gaf mér tækifæri og ég hef átt frábæran tíma hér. Núna finnst mér að ég geti gefið aðeins meira í og spilað í sterkari deild," sagði Hólmfríður í samtali við sunnlensa.is fyrr í dag.

„Þetta er mjög sterkt lið með marga landsliðsmenn og það verður gaman að sjá hvar ég stend þarna úti og hvort ég get stimplað mig inn í liðið, þar sem ég er ekki á landsliðsleveli hérna heima. Það gefur mér góða vítamínsprautu að fá þetta tækifæri og ég er staðráðin í því að sanna mig.“

Fríða, sem flýgur út á föstudaginn, sagðist að lokum stefna að því að koma tvíefld aftur á Selfoss þegar norska tímabilinu lýkur. Hún segir ekki koma til greina að spila fyrir neitt annað félag á Íslandi heldur en Selfoss.

„Ég er mjög stolt af því að tilheyra Selfossfjölskyldunni og er ákaflega þakklát Selfyssingum fyrir liðlegheitin og að gera mér þetta mögulegt."
Athugasemdir
banner
banner
banner