Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. september 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur í liði umferðarinnar
Á Laugardalsvelli gegn Englandi.
Á Laugardalsvelli gegn Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferðinni í dönsku Superliga lauk i gærkvöldi með viðureign AGF og Vejle.

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum hjá AGF og var fyrir frammistöðu sína valinn í lið umferðarinnar.

Jón Dagur, sem verður 22 ára gamall í nóvember, lék í upphafi mánaðar sinn fjórða A-landsleik þegar hann byrjaði gegn Englandi í Þjóðadeildinni.

Næsta umferð í dönsku Superliga fer fram um næstu helgi.


Athugasemdir
banner