Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 16. september 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Reynir Manchester City við Gimenez?
The Guardian segir frá því dag að Manchester City sé að íhuga tilboð í Jose Gimenez varnarmann Atletico Madrid.

Manchester City hefur verið á höttunum á eftir nýjum varnarmanni en Kalidou Koulibaly hjá Napoli hefur verið sterklega orðaður við félagið.

Hinn 25 ára gamli Gimeenz gæti kostað allt að 73 milljónir punda samkvæmt fjölmiðlum í Úrúgvæ.

Gimenez er harður í horn að taka en hann hefur á ferli sínum spilað á tveimur heimsmeistaramótum með Úrúgvæ og vakið athygli í vörn Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner