Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 16. september 2021 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: West Ham sótti sigur til Króatíu - Sjö marka leikur á Spáni
Leikmenn West Ham fagna marki í kvöld
Leikmenn West Ham fagna marki í kvöld
Mynd: EPA
Thomas Strakosha var miður sín eftir mistökin gegn Galatasaray
Thomas Strakosha var miður sín eftir mistökin gegn Galatasaray
Mynd: EPA
Fyrsta umferðin í riðlakeppni Evrópudeildarinnar hófst í kvöld og er fyrstu leikjum kvöldsins lokið en West Ham vann Dinamo Zagreb 2-0 á meðan Real Betis vann Celtic, 4-3, í markaleik á Spáni.

Galatasaray lagði Lazio, 1-0, í E-riðlinum. Eina mark leiksins kom eftir skelfileg mistök albanska markvarðarins, Thomas Strakosha, en hann ætlaði sér að grípa háan bolta sem kom að marki. Það fór ekki betur en svo að hann missti knöttinn í netið og reyndist það sigurmark tyrkneska liðsins.

Lokomotiv Moskva gerði 1-1 jafntefli við Marseille. Gyran Kerk jafnaði metin undir lok leiksins.

Hinn 18 ára gamli Florian Wirtz var hetja Bayer Leverkusen gegn ungverska liðinu Ferencvaros. Leverkusen lenti undir í leiknum en Exequiel Palacios jafnaði á 37. mínútu áður en Wirtz gerði sigurmarkið á 69. mínútu.

Real Betis vann þá Celtic, 4-3, í Sevílla-borg á Spáni. Celtic komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en það var Betis sem gerði næstu fjögur mörkin. Liðið jafnaði leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks og bætti svo við tveimur til viðbótar í þeim síðari. Anthony Ralston minnkaði muninn undir lok leiks en lengra komst Celtic ekki.

West Ham United lagði þá Dinamo Zagreb, 2-0, í Króatíu. Enski framherjinn Michail Antonio kom West Ham yfir á 22. mínútu eftir hápressu. Zagreb gekk illa að koma boltanum úr vörninni og sendi varnarmaður liðsins boltann til baka á markvörðinn. Antonio komst inn í sendinguna, fór framhjá markverðinum og lagði boltann í netið.

Annað markið þó laglegra. Heimamenn sendu boltann frá sér, Declan Rice fékk knöttinn og keyrði upp völlinn áður en hann klobbaði markvörð Zagreb.

Lokatölur 2-0 og West Ham með þrjú góð stig.

Úrslit og markaskorarar:

Galatasaray 1 - 0 Lazio
1-0 Thomas Strakosha ('67 , sjálfsmark)

Lokomotiv 1 - 1 Marseille
0-1 Cengiz Under ('59 , víti)
1-1 Gyrano Kerk ('89 )
Rautt spjald: Nayair Tiknizyan, Lokomotiv ('58)

Midtjylland 1 - 1 Ludogorets
1-0 Gustav Isaksen ('3 )
1-1 Kiril Despodov ('32 )

Crvena Zvezda 2 - 1 Braga
1-0 Milan Rodic ('75 )
1-1 Wenderson Galeno ('76 )
2-1 Aleksandar Katai ('85 , víti)

Bayer 2 - 1 Ferencvaros
0-1 Ryan Mmaee ('8 )
1-1 Exequiel Palacios ('37 )
2-1 Florian Wirtz ('69 )

Betis 4 - 3 Celtic
0-1 Albian Ajeti ('15 )
0-2 Josip Juranovic ('27 , víti)
1-2 Juan Miranda ('32 )
2-2 Juanmi ('35 )
3-2 Borja Iglesias ('51 )
4-2 Juanmi ('53 )
4-3 Anthony Ralston ('87 )

Dinamo Zagreb 0 - 2 West Ham
0-1 Michail Antonio ('22 )
0-2 Declan Rice ('50 )

Rapid 0 - 1 Genk
0-1 Paul Onuachu ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner