Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   lau 16. september 2023 19:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Niko Hansen: Við erum búnir að vinna sex titla af sjö seinustu þrjú ár
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það eru Víkingar sem eru Mjólkurbikarmeistarar 2023 eftir sigur á KA í dag. Víkingar verja því bikarmeistaratitilinn enn eitt árið en þeir hafa verið handhafar titilsins síðan 2019. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Ég held að við förum út að skemmta okkur smá í dag og svo er það bara að vera tilbúin á miðvikudaginn á móti KR." Sagði Nikolaj Hansen fyrirliði bikarmeistara Víkinga eftir leik.

„Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég elska að vinna og ég elska að vinna titla og við erum með geggjað lið og við erum búnir að vinna sex titla af sjö seinustu þrjú ár svo þetta er bara búið að vera geggjað."

Nikolaj Hansen hefur unnið bikarmeistaratitilinn þrívegis með Víkingum og vill hann meina að þessi sé sá besti.

„Já ég held það - Sá nýjasti er alltaf sá skemmtilegasti svo núna þurfum við að njóta þess örlítið og einbeita okkur svo að deildinni aftur."

Víkingar geta tryggt tvennuna í vikunni annaðhvort með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum eða með sigri gegn KR á miðvikudag.

„Ég held að vinna tvennuna sé það stærsta sem hægt er að gera og núna er fókusinn bara á deildina og að klára og ég sagði við strákana fyrir leik að við erum búnir að vera geggjaðir í sumar en með enga titla en núna er fyrsti kominn og vonandi næsti á móti KR."

Nánar er rætt við Nikolaj Hansen í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner