Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
   lau 16. september 2023 19:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Niko Hansen: Við erum búnir að vinna sex titla af sjö seinustu þrjú ár
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga
Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það eru Víkingar sem eru Mjólkurbikarmeistarar 2023 eftir sigur á KA í dag. Víkingar verja því bikarmeistaratitilinn enn eitt árið en þeir hafa verið handhafar titilsins síðan 2019. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Ég held að við förum út að skemmta okkur smá í dag og svo er það bara að vera tilbúin á miðvikudaginn á móti KR." Sagði Nikolaj Hansen fyrirliði bikarmeistara Víkinga eftir leik.

„Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég elska að vinna og ég elska að vinna titla og við erum með geggjað lið og við erum búnir að vinna sex titla af sjö seinustu þrjú ár svo þetta er bara búið að vera geggjað."

Nikolaj Hansen hefur unnið bikarmeistaratitilinn þrívegis með Víkingum og vill hann meina að þessi sé sá besti.

„Já ég held það - Sá nýjasti er alltaf sá skemmtilegasti svo núna þurfum við að njóta þess örlítið og einbeita okkur svo að deildinni aftur."

Víkingar geta tryggt tvennuna í vikunni annaðhvort með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum eða með sigri gegn KR á miðvikudag.

„Ég held að vinna tvennuna sé það stærsta sem hægt er að gera og núna er fókusinn bara á deildina og að klára og ég sagði við strákana fyrir leik að við erum búnir að vera geggjaðir í sumar en með enga titla en núna er fyrsti kominn og vonandi næsti á móti KR."

Nánar er rætt við Nikolaj Hansen í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner