
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
„Hún er bara yndisleg, þetta er alltaf jafn gaman." Sagði Erlingur Agnarsson leikmaður Víkinga eftir sigurinn í dag.
Víkingar voru að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð með sigri á KA í dag og vildi Erlingur ekki gera upp á milli titlana þegar hann var spurður hvar þessi kæmi í röðinni um þá uppáhalds.
„Bara uppi með öllum hinum og erum líklega að fara taka tvennuna í annað skipti svo þetta er bara geggjað."
Víkingar eiga kost á að vinna tvennuna í ár en það mun þá vera í annað skipti á síðustu þrem árum sem það gerist.
„Mér er sagt að það sé mjög stórt afrek en ég svo sem þekki ekki söguna nógu vel en ég held að það sé geggjað."
KA voru allt annað en sáttir með að dæmt hafi verið brot í aðdragandan á öðru markinu en þá var dæmt brot þegar brotið var á Erlingi.
„Í mómentinu fannst mér þetta bara púra aukaspyrna en svo er ég bara búin að vera heyra hérna eftir leik að þetta sé umdeilt þannig ég veit það ekki en mér fannst það púra aukaspyrna."
Nánar er rætt við Erling Agnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.