Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 16. september 2023 19:18
Stefán Marteinn Ólafsson
„Svo er ég búin að vera heyra eftir leik að þetta sé umdeilt svo ég veit ekki "
Erlingur Agnarsson
Erlingur Agnarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það eru Víkingar sem eru Mjólkurbikarmeistarar 2023 eftir sigur á KA í dag. Víkingar verja því bikarmeistaratitilinn enn eitt árið en þeir hafa verið handhafar titilsins síðan 2019. 

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Hún er bara yndisleg, þetta er alltaf jafn gaman." Sagði Erlingur Agnarsson leikmaður Víkinga eftir sigurinn í dag.

Víkingar voru að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð með sigri á KA í dag og vildi Erlingur ekki gera upp á milli titlana þegar hann var spurður hvar þessi kæmi í röðinni um þá uppáhalds.

„Bara uppi með öllum hinum og erum líklega að fara taka tvennuna í annað skipti svo þetta er bara geggjað." 

Víkingar eiga kost á að vinna tvennuna í ár en það mun þá vera í annað skipti á síðustu þrem árum sem það gerist. 

„Mér er sagt að það sé mjög stórt afrek en ég svo sem þekki ekki söguna nógu vel en ég held að það sé geggjað."

KA voru allt annað en sáttir með að dæmt hafi verið brot í aðdragandan á öðru markinu en þá var dæmt brot þegar brotið var á Erlingi. 

„Í mómentinu fannst mér þetta bara púra aukaspyrna en svo er ég bara búin að vera heyra hérna eftir leik að þetta sé umdeilt þannig ég veit það ekki en mér fannst það púra aukaspyrna." 

Nánar er rætt við Erling Agnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner