Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 09:30
Sölvi Haraldsson
Rabiot á leið í Marseille
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Adrien Rabiot er sagður vera að ganga í raðir Marseille en frakkinn er án félags og hefur verið það síðan í sumar. Hann spilaði með Juventus á seinustu leiktíð.

Talið er að Marseille muni tilkynna Rabiot sem nýjan leikmann félagsins á innan við 48 klukkustundir. Frá þessu greinir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romanu. 

De Zerbi, þjálfari Marseille, hefur verið duglegur í sumar að versla inn nýja leikmenn til Frakklands en hann tók við Marseille í sumar eftir að hafa verið með Brighton á Englandi í tvö ár. Ítalski stjórinn er sagður vera mikill aðdáandi Rabiot.

Rabiot spilaði fyrir unglingalið PSG en hann á 227 leiki í öllum keppnum fyrir aðallið PSG og hefur hann skorað 24 mörk í þeim leikjum. Hann spilaði síðast í Juventus þar sem hann var í 5 tímabil og er núna samningslaus en að ganga í raðir Marseille.


Athugasemdir
banner
banner
banner