Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forsberg: Leikmenn Rúmeníu í afneitun - Sögðust ekki hafa heyrt köllin
Mynd: Getty Images
Alexander Isak varð í gær fyrir rasísku aðkasti í leik Svíþjóðar og Rúmeníu. Leikið var í Rúmeníu og sigruðu Svíar, 0-2, og tryggðu sér þar með á EM.

Isak kom inn á sem varamaður í leiknum en skömmu seinna þurfti dómari leiksins að stöðva leikinn vegna ósæmilegrar hegðunnar stuðningsmanna Rúmeníu.

Samkvæmt frétt SVT kemur fram að golfkúlu hafi verið hent í áttt að Isak.

Emile Forsberg, samherji Isak hjá sænska landsliðinu hafði þetta um málið að segja: „Rúmensku leikmennirnir segja að þeir hafi ekki heyrt þetta (rasísku söngvana í garð Alexander Isak). Ég hugsa að það sé vegna þess að þetta var ekki í garð þeirra."

„Þetta er mjög dapurt, Isak sýnir mikinn styrk að tala um málið. Þetta ætti aldrei að gerast."

Athugasemdir
banner
banner