Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 16:34
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði: Hefur verið gaman að rifja upp þessa stöðu
Icelandair
Jón Daði á æfingu í Moldóvu í dag.
Jón Daði á æfingu í Moldóvu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson hefur aðeins verið að leiki á kantinum með íslenska landsliðinu og byrjaði leikinn gegn Tyrkjum í þeirri stöðu.

Jón Daði, sem er þekktur sem sóknarmaður, lék sem vængmaður þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki á Selfossi en síðan eru liðin nokkur ár.

Jón var spurður að því á fréttamannafundi í Moldóvu hvernig hann væri að 'fíla' sig á kantinum?

„Þetta er bara smá 'flassbakk' frá 2012 þegar maður var á kantinum á Selfossi. Maður kann alveg á þessa stöðu ennþá," segir Jón Daði.

„Ég spila þar sem þjálfarinn vill að ég spili og ég reyni að gera það eftir bestu getu. Það hefur verið gaman að rifja upp þessa stöðu, á gamla mátann."

Moldóva og Ísland mætast annað kvöld í lokumferð riðilsins í undankeppni EM. Moldóva er á botni riðilsins en Ísland er í þriðja sæti og á ekki möguleika á að komast á EM úr riðlinum.

Leikurinn verður 19:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner