Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 16. nóvember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leggur til Roy Hodgson sem næsta þjálfara Íslands
Icelandair
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Lucas Arnold fylgist mjög vel með íslenska boltanum og íslenska landsliðinu.

Lucas vinnur sem ráðgjafi hjá Football Radar í London og þar fjallar hann um Pepsi Max-deildina.

Hann er duglegur að tísta um allt sem kemur að íslenska boltanum, líka íslenska landsliðinu.

Íslenska karlandsliðið er í þjálfaraleit þar sem Erik Hamren mun hætta eftir leik gegn Englandi í næstu viku. Arnold kom með nafn inn í umræðuna á Twitter í gær.

„Að mínu mati væri Roy Hodgson besti kosturinn. Myndi elska það að sjá gamla strákinn fá eitt tækifæri í viðbót í landsliðsfótbolta eftir það sem er líklega hans síðasta ár hjá Crystal Palace. Enn stórkostlegur knattspyrnustjóri ef þú spyrð mig og Freyr (Alexandersson) gæti staðið sig vel sem bráðabirgðarlandsliðsþjálfari," skrifar Lucas á Twitter.

Hodgson stýrði enska landsliðinu frá 2012 til 2016, en hann hætti eftir tap gegn Íslandi á EM. Hann hefur stýrt Crystal Palace frá 2017 með fínum árangri. Hodgson er 73 ára gamall.

Eftir klukkustund verður birti listi hér á Fótbolta.net yfir erlenda þjálfara sem gætu komið til greina hjá KSÍ.


Athugasemdir
banner
banner
banner