Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. nóvember 2020 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Moratti: Inter gæti selt Eriksen
Christian Eriksen
Christian Eriksen
Mynd: Getty Images
Massimo Moratti, fyrrum forseti Inter á Ítalíu, segir að félagið gæti ákveðið að selja danska landsliðsmanninn Christian Eriksen á næstunni.

Eriksen var keyptur til Inter frá Tottenham í janúar á þessu ári en danski sóknartengiliðurinn átti aðeins sex mánuði eftir af samningnum hjá enska félaginu.

Hann gerði fjögurra og hálfs árs samning við Inter en hefur þó ekki reynst liðinu neitt sérstaklega mikilvægur og er langt frá sínu besta.

Moratti, sem var forseti félagsins frá 1995 til 2016, segir að félagið gæti selt hann í næsta glugga.

„Eriksen er góður fótboltamaður en við verðum að sjá hvort honum takist að aðlagast ítalska boltanum. Það er mikil þolinmæði í þessum heimi en það eru þó takmörk fyrir öllu og ef þetta heldur áfram á þessum hraða þá sé ég alveg fyrir mér að Inter láti hann fara," sagði Moratti.
Athugasemdir
banner
banner
banner