Sindri Kristinn Ólafsson er genginn í raðir FH. Hann opinberaði það í viðtali við Víkurfréttir í morgun.
FH hefur nú sent út tilkynningu þar sem félagið kynnir markvörðinn til leiks sem nýjan leikmann félagsins.
FH hefur nú sent út tilkynningu þar sem félagið kynnir markvörðinn til leiks sem nýjan leikmann félagsins.
Tilkynning FH:
Velkominn Sindri!
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Sindri hefur að undanförnu sannað sig sem einn besti markvörður landsins en þessi hávaxni leikmaður hefur spilað með Keflavík allan sinn feril.
Sindri hefur einnig leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valinn í A-landsliðshóp karla í fyrsta sinn.
Við bjóðum Sindra að sjálfsögðu velkominn í Kaplakrika og treystum á að FH-ingar nær og fjær taki vel á móti þessum magnaða leikmanni.
Athugasemdir