Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. nóvember 2022 10:10
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill Mbappe inn og Ronaldo út
Powerade
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Milan Skriniar.
Milan Skriniar.
Mynd: EPA
Mbappe, Ronaldo, Pavard, Skriniar, Kroos og fleiri í slúðurpakkanum í boði Powerade. BBC tók saman það helsta úr slúðurmiðlunum.

Manchester United vill skipta út Cristiano Ronaldo (37) og fá inn franska sóknarmanninn Kylian Mbappe (23) frá Paris St-Germain í hans stað. (Mirror)

Erik ten Hag stjóri United segir að Ronaldo eigi ekki að spila fyrir Manchester United aftur eftir viðtalið við Piers Morgan. (ESPN)

Bandaríska MLS-félagið Inter Miami, sem er í eigu David Beckham að hluta, hefur rætt um að kaupa Ronaldo. (Sun)

Benjamin Pavard (26) segist vera opinn fyrir því að ganga í raðir AC Milan frá Bayern München. Franski varnarmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Manchester United. (Football Italia)

Manchester City, Chelsea, Tottenham, Liverpool, Arsenal og Manchester United hafa öll áhuga á slóvakíska varnarmanninum Milan Skriniar (27) hjá Inter. Ítalska félagið vonast til þess að hann skrifi undir nýjan samning. (90min)

Everton hefur engar áætlanir um að reka Frank Lampard í HM hlénu og hyggst gefa honum tíma til að snúa gengi liðsins við. (Football Insider)

Belgíski framherjinn Eden Hazard (31) segir að hann gæti yfirgefið Real Madrid eftir tímabilið, þrátt fyrir að eiga annað ár eftir af samningi sínum. (Marca)

Cristiano Giuntoli, íþróttastjóri Napoli, segir að varnarmaðurinn Kim Min-jae (26) hafi riftunarákvæði í samningi sínum sem hægt er að nýta í 15 daga í júlí. Kóreumaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United. (Corriere Dello Sport)

Joan Laporta forseti Barcelona segir að félagið geti ekki keypt neina leikmenn í janúar eins og sakir standa. (Football Espana)

Manchester City gæti reynt að fá Tony Kroos (33) frá Real Madrid en spænsku risarnir eru vongóðir um að þýski miðjumaðurinn framlengi. (Sport)

Leicester, Everton og Brighton hafa öll áhuga á að kaupa franska markvörðinn Brice Samba (28) frá Lens. (90min)

West Ham hefur sagt David Moyes að starf hans sé ekki í hættu sem stendur, þrátt fyrir níunda tap liðsins á tímabilinu á laugardaginn. (90min)

Brighton hefur áhuga á úkraínska miðverðinum Mykola Matviyenko (26) hjá Shaktar Donetsk. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner