Ivan Toney er í vandræðum. Hann hefur rúma viku til að útskýra ítrekuð brot sín á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins.
Toney er öflugur sóknarmaður Brentford og hefur enska knattspyrnusambandið ákært hann fyrir brot á veðmálareglu E8. Hún bannar leikmönnum að veðja á leiki eða gefa innherjaupplýsingar í veðmálatilgangi.
Vandamálið væri smærra ef hann væri ekki talinn hafa brotið þessa sömu reglu í 232 skipti frá 25. febrúar 2017 til 23. janúar 2021.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Toney sem var einnig svekktur á dögunum þegar Gareth Southgate kallaði hann ekki upp í enska landsliðshópinn sem fer á HM í Katar.
— FA Spokesperson (@FAspokesperson) November 16, 2022
Athugasemdir