Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 16. desember 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það verður skrítið að sjá hana í öðru liði"
Andrea Rut Bjarnadóttir.
Andrea Rut Bjarnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var sjokk þar sem þetta gerðist upp úr engu. Auðvitað er ég vonsvikinn en svona er fótboltinn," segir Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, í samtali við Fótbolta.net.

Hann er þar að tala um þau tíðindi að Andrea Rut Bjarnadóttir hafi ákveðið að fara í Breiðablik.

Andrea hefur gegnt stóru hlutverki í liði Þróttar undanfarin ár en hún ákvað að rifta samningi við uppeldisfélag sitt á dögunum og ganga í raðir Breiðablik.

Sjá einnig:
Andrea Rut: Réttur tímapunktur til að fara úr þægindarammanum

„Þú vinnur stundum og þú tapar stundum. Ég hef þjálfað Andreu frá því hún var 13 ára gömul og ég var því að missa meira en bara mjög góðan leikmann. Ég var að missa einstakling sem hefur verið með í þessari vegferð frá því hún hófst. Ég fékk mér Espresso martini og hugsaði um það hversu langt hún er komin frá því hún kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið í fyrsta leik sínum með meistaraflokki."

„Ég óska henni alls hins besta. Það verður skrítið að sjá hana í öðru liði," segir Nik.

Það eru fleiri efnilegir leikmenn í liði Þróttar, leikmenn á borð við Kötlu Tryggvadóttur og Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur. Verða þær áfram í Þrótti?

„Við teljum þær enn geta lært og þróað leik sinn hérna, en við felum ekki þeirra metnað. Við verðum hæstánægð ef við getum hjálpað þeim að komast á þann stað þar sem þær geta farið erlendis og haft áhrif hvert sem þær fara," segir Nik en með því að smella hérna er hægt lesa fyrri hluta viðtalsins við hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner