Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 16. desember 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Jón Sölvi á reynslu hjá Midtjylland
Mynd: Breiðablik
Jón Sölvi Símonarson, markvörður Breiðabliks, er þessa dagana á reynslu hjá danska félaginu Midtjylland en Blikar greina frá þessu á Facebook.

Jón Sölvi er fæddur árið 2007 og á 5 leiki að baki með U17 ára landsliði Íslands.

Í vor bauð Midtjylland honum að æfa og spila með liðinu í U16 ára móti og stóð hann sig það vel að félagið ákvað að bjóða honum í annað sinn.

Hann er staddur í Brasilíu með Midtjylland þar sem hann mun taka þátt í æfingamóti.

Efnilegur markvörður hér á ferð en hann spilaði bæði með 3. og 2. flokki Blika á Íslandsmótinu í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner