Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Andy Pew íþróttamaður ársins í Vogum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn fertugi Andrew James Pew, eða Andy, var kjörinn íþróttamaður ársins í Vogum eftir frábæra frammistöðu í 2. deildinni í fyrra. Hann er fyrirliði Þróttar V. sem var tveimur stigum frá Selfossi í Lengjudeildarsæti þegar Íslandsmótið var blásið af í haust.

Andy er vel þekktur í knattspyrnuheiminum hér á landi eftir dvöl hjá Selfossi þar sem hann var í miklu uppáhaldi meðal heimamanna. Auk þess spilaði hann fyrir Hamar og Árborg í nágrenninu og var svo spilandi aðstoðarþjálfari Vestra sumarið 2018.

Meistaraflokkur knattspyrnudeildar Þróttar fékk einnig heiðursviðurkenningu fyrir frábæran árangur síðustu ára. Liðið fór á mikla sigurbraut og úr varð sameingingartákn og gleðigjafi í sveitarfélaginu.

Þróttarar hafa náð undraverðum árangri síðustu árin og verið sveitarfélaginu Vogum til mikils sóma þannig eftir hefur verið tekið víða að sögn Sindra Freyssonar formanns FMN í Vogum.
Athugasemdir
banner
banner
banner