Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lamptey búinn að skrifa undir - Karbownik kallaður heim úr láni
Mynd: Getty Images
Í dag er frábær dagur fyrir Brighton sem tókst að sannfæra bakvörðinn eftirsótta Tariq Lamptey um að skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið.

Lamptey hefur verið algjör lykilmaður í liði Brighton á fyrri hluta tímabils og hefur verið orðaður við félög á borð við FC Bayern og endurkomu til Chelsea.

Hinn tvítugi Lamptey skrifaði undir samning sem gildir til 2025. Mikil ánægja er innan herbúða Brighton þessa dagana, sérstaklega eftir sigur gegn Leeds United í gær.

Lamptey hefur sýnt frábæra takta með Brighton en hann spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir meistaraflokk í júní í fyrra.

Brighton er þá búið að endurkalla pólska varnarmanninn Michal Karbownik úr láni frá Legia Varsjá í heimalandinu.

Karbownik er 19 ára gamall. Hann var keyptur til Brighton í október og lánaður beint aftur til Varsjá.

Karbownik var lykilmaður í liði Legia á síðustu leiktíð og vann pólsku deildina með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner