Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 11:08
Ívan Guðjón Baldursson
Wijnaldum ætlar að yfirgefa Liverpool á frjálsri sölu
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
BBC er búið að taka saman slúðurpakka dagsins og birtist hann hér fyrir neðan í boði Powerade. Úr nógu er að taka um miðjan janúarglugga þar sem lið reyna að styrkja sig fyrir seinni hluta tímabilsins.


Juventus er að undirbúa tilboð í Paul Pogba, 27, næsta sumar. Franski landsliðsmaðurinn verður samningslaus ári síðar og gæti Manchester United þurft að samþykkja tilboð í hann. (Calciomercato)

David Moyes segir að hvorki Chelsea né Man Utd hafi sett sig í samband við West Ham til að spyrjast fyrir um miðjumanninn efnilega Declan Rice, 22. (Amazon)

Moyes bætti því við að West Ham sé búið að reyna að styrkja sig í janúar. Hann segir að félagið hafi lagt fram 'stór tilboð' í leikmenn en þeim hafi verið hafnað. (Evening Standard)

Samningur Georginio Wijnaldum við Liverpool rennur út næsta sumar og ætlar hollenski landsliðsmaðurinn ekki að endurnýja. Hann ætlar að skipta yfir til Barcelona á frjálsri sölu og uppfylla þannig ævilangan draum sinn. Það hjálpar að Ronald Koeman, fyrrum landsliðsþjálfari Wijnaldum, er við stjórnvölinn hjá Barca. (Mirror)

Aston Villa er í viðræðum við Marseille um kaup á Morgan Sanson, 26 ára miðjumanni. (Daily Mail)

Eric Garcia, 20, fer ekki til Barcelona fyrr en næsta sumar eftir að spænska stórveldið ákvað að fresta forsetakosningum félagsins um nokkra mánuði fram í mars. (Manchester Evening News)

Bournemouth ætlar að bjóða hinum 29 ára gamla Jack Wilshere samning út tímabilið. Wilshere hefur verið að æfa með Championship liðinu að undanförnu en hann er enn samningslaus eftir misheppnaða dvöl hjá West Ham. (Talksport)

Borussia Dortmund er að fylgjast náið með Donyell Malen, 21 árs framherja PSV Eindhoven. Malen er hugsaður sem mögulegur arftaki Jadon Sancho ef enska ungstirnið heldur á ný mið. (Daily Star)

Leeds og Bournemouth hafa áhuga á miðjumanninum Yan Dhanda, 22, sem leikur með Swansea. (Daily Mail)

Nokkur úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á hinum efnilega Rolando Camara, 18, sem á í rifrildum við félag sitt Benfica. (Daily Mail)

Ralph Hasenhüttl segir að Southampton muni ekki breyta launakerfi sínu þrátt fyrir áhuga annarra liða á Danny Ings. Southampton er í samningsviðræðum við Ings, 28, og bakvörðinn Ryan Bertrand, 31. Ings á eitt og hálft ár eftir af samningnum á meðan Bertrand rennur út í sumar. (Daily Mail)

West Brom er í viðræðum við Celta Vigo um að fá Okay Yokuslu, 26 ára miðjumann, lánaðan út tímabilið. Nýliðarnir ætla að reyna að styrkja hópinn með þremur leikmönnum í janúar. (Daily Mail)

Lautaro Martinez, 23 ára sóknarmaður Inter, virðist vera afar nálægt því að skrifa undir nýjan samning við ítalska stórveldið. Lautaro er heitur biti og hefur lengi verið eftirsóttur af Barcelona. (Football Italia)

Ronald Koeman segir að Barcelona hafi hafnað beiðni markvarðarins Neto um að yfirgefa félagið. Neto er varamarkvörður Börsunga og hefur verið orðaður við Arsenal undanfarnar vikur sem vantar nýjan varamarkvörð. Mikel Arteta treystir ekki Rúnari Alex Rúnarssyni. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner