Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. janúar 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Fékk hlaupaþjálfara til að gera sig sneggri
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Getty Images
Goal fjallar um það hvernig Phil Foden, leikmaður Manchester City, náði að bæta hlaupatækni sína og hraða með því að fara í einkaþjálfun hjá hlaupaþjálfaranum Tony Clarke.

Clarke þjálfar hjá Liverpool Harriers hlaupafélaginu og er sjálfur öflugur langhlaupari.

Leiðir Clarke og Foden lágu saman seint á árinu 2019 eftir að Owen Brown, umboðsmaður leikmannsins, og Clarke spjölluðu saman á kaffihúsi í Liverpool.

Þeir eru góðir félagar og Brown var að tala um hæfileika Foden í að rekja boltann þegar Clarke greip inn í.

„Ég sagði við hann 'Hann gæti orðið mun sneggri' og útskýrði fyrir honum hvernig. Nokkrum dögum eftir þetta spjall okkar fékk ég skyndilega símtal frá númeri sem ég þekkti ekki. Það var Phil Foden og við áttum gott spjall," segir Clarke.

Foden vildi hitta Clarke og þeir hittust eitt kvöldið og Clarke fór yfir hlaupatækni leikmannsins.

„Hann var að taka of löng skref. Hann þurfti að stytta skrefin svo fóturinn lenti undir líkamanum, undir mjöðmunum. Við byrjuðum þetta einfalt en eftir átta æfingar byrjaði þetta að skila sér," segir Clarke.

Foden fann sjálfur fyrir mikilli bætingu og hringdi í Clarke strax eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Burnley og verið maður leiksins. „Guð minn góður félagi, mér leið eins og eldflaug á vellinum," sagði Foden við Clarke.




Athugasemdir
banner
banner
banner