Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 17. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Grótta og Ægir fá leikmenn frá Víkingi R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur R. er búið að lána tvo leikmenn frá sér, annar fer í Lengjudeildina og hinn í 2. deildina.


Sigurður Steinar Björnsson fer til Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni og endaði í þriðja sæti á síðustu leiktíð. Sigurður er fæddur 2004 og hefur komið við sögu í sex leikjum með Víkingi í Bestu deildinni.

Í fyrra kom hann inn af bekknum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og skoraði síðasta markið í 5-3 sigri gegn KR. Þá á hann eitt mark í fjórum landsleikjum með U19.

Sigurður þykir mikið efni og fór til Venezia á reynslu í fyrravor.

Á sama tíma fer Jóhannes Karl Bárðarson, fæddur 2003, til Þorlákshafnar á lánssamningi. Þar mun hann leika með Ægi í 2. deildinni, en Ægir endaði í þriðja sæti í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner