Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. janúar 2023 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sævar Gylfa og Styrmir Máni í Hauka (Staðfest) - Oscar Borg til Wales
Sævar Gylfason.
Sævar Gylfason.
Mynd: Hulda Margrét/Haukar
Haukar hafa styrkt sig fyrir komandi átök í 2. deild. Félagið tilkynnti um komu tveggja leikmanna í gær.

Sævar Gylfason er genginn í raðir félagsins frá KF og Styrmir Máni Kárason er kominn frá KR

Sævar er fæddur árið 2000. Hann er miðjumaður sem skrifar undir samning út tímabilið 2024.

Styrmir Máni er átján ára sóknarmaður sem kemur frá KR en hann lék með 2. flokki félagsins í sumar og einn leik með KV í Lengjudeildinni.

Það er þó einn leikmaður sem farinn frá Haukum því Oscar Borg, sem kom við sögu í þrettán leikjum með Haukum síðasta sumar, er genginn í raðir Haverfordwest County í Wales.

Haukar enduðu í 9. sæti í 2. deild síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner