Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. janúar 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan fær unglingalandsliðsmann frá KA (Staðfest)
Á U17 landsliðsæfingu síðasta haust, Elvar er í græna vestinu.
Á U17 landsliðsæfingu síðasta haust, Elvar er í græna vestinu.
Mynd: KSÍ
Stjarnan hefur fengið Elvar Mána Guðmundsson í sínar raðir frá KA. Elvar er kominn með leikheimild með Stjörnunni og skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2026.

Elvar er fæddur árið 2006 og á að baki sjö leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann á að baki einn leik með KA í efstu deild, sá leikur var gegn Leikni vorið 2021 á Dalvíkurvelli.

Þá á hann að baki einn leik með KA í Lengjubikarnum.

Elvar lék tvo leiki með U15 landsliðinu haustið 2021 og var þá fyrirliði liðsins, þrjá leiki með U16 síðasta vor og svo tvo leiki með U17 í undankeppni EM í október síðastliðnum.

Elvar er sóknarmaður sem verður sautján ára seinna í þessum mánuði. Eins og fram kom í upphafi fréttar kemur hann frá KA á Akureyri en skiptin koma til vegna flutninga fjölskyldu.

Árið 2019 var hann einn af átta ungum leikmönnum KA sem æfðu með danska félaginu Midtjylland og á síðasta ári fór hann til reynslu hjá sænska félaginu Djurgården.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner