Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 19:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Endrick tileinkaði Rudiger mörkin - „Hann hrósar mér aldrei"
Mynd: Getty Images
Endrick hefur átt erfitt uppdráttar hjá Real Madrid en hann nýtti tækifærið í gær þegar hann skoraði tvö mörk í 5-2 sigri liðsins gegn Celta Vigo eftir framlengdan leik í spænska konungsbikarnum.

Þessi 18 ára gamli Brasilíumaður gekk til liðs við félagið í sumar en hann hefur aðeins komið við sögu í 17 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um það hversu lítið hann hefur fengið að spila en Athletic greindi frá því að mögulegar ástæður fyrir því væri að hann ætti erfitt með að læra taktískar áherslur liðsins.

Endrick hrósaði Antonio Rudiger eftir leikinn í gær og þakkaði honum fyrir hjálpina á æfingasvæðinu.

„Ég legg hart að mér á hverjum degi og ég tileinka Rudiger mörkin. Hann veit hvað við gerum saman daglega. Hann hrósar mér aldrei og mér er alveg sama um það. Þetta er frábært því hann segir mér hvað ég þarf að gera. Þessi mörk eru fyrir hann," sagði Endrick.
Athugasemdir
banner
banner
banner