Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 15:08
Elvar Geir Magnússon
Jón Breki til Empoli (Staðfest) - Ítalska félagið með kauprétt
Jón Breki í leik gegn Spánverjum með U17 landsliðinu.
Jón Breki í leik gegn Spánverjum með U17 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur tilkynnt samkomulag við ítalska félagið Empoli um að hinn efnilegi Jón Breki Guðmundsson fari á lánssamning til Empoli í sex mánuði.

Ítalska félagið hefur kauprétt á leikmanninum á meðan á lánsdvöl stendur.

„Jón Breki sem er fæddur 2008 stoppar stutt við hjá félaginu en hann kom til ÍA frá KFA um mitt sumar. Jón Breki spilaði í framhaldinu 5 landsleiki með u17 ára landsliði Íslands sem er komið í aðra umferð í undankeppni EM 2025. Jón Breki var hluti af sterkum 2.flokk félagsins sem varð bikarmeistari í haust. Buona fortuna Jón Breki!" segir í tilkynningu ÍA.

Jón Breki kom við sögu í tólf leikjum með KFA í 2. deild karla síðasta sumar, einum leik í Mjólkurbikarnum og tveimur í Fótbolti.net bikarnum.


Athugasemdir
banner
banner