Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 14:22
Magnús Már Einarsson
Guðni: Kallar á skoðun á þessari stöðu sem við erum
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta lítur vel út eins og er. Ég vil sérstaklega hrósa starfsliðinu fyrir frábæra vinnu við erfiðara aðstæður. Þetta lítur vel út en við erum ekki komin í heimahöfn," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fyrir fréttamannafund á Laugardalsvelli í dag.

Á fréttamannafundinum í dag var farið yfir stöðuna á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn Rúmenum í umspili þann 26. mars. 64 milljónum króna hefur verið varið í að hafa völlinn í sem bestu standi í mars.

Guðni kallar eftir því að eitthvað fari að gerast í málefnum Laugardalsvallar svo hægt verði að spila á vellinum í mars og nóvember í framtíðinni.

„Miðað við hvað við þurfum að fara í gegnum til að leika þennan leik þá kallar það á skoðun á þessari stöðu sem við erum í með breyttu leikjafyrirkomulagi með landsleiki," sagði Guðni.

„Við erum að leika mótsleiki í mars og nóvember í framtíðinni og við fáum ekki að spila heima þá og það skerðir okkur möguleika. Síðan eru umspilsleikir sem við erum að berjast við að fá að leika með stórum og miklum kostnaði. Sá kostnaður bætist ofan á tap sem er á rekstri Laugardalsvallar."

„Við erum með elsta og einn sísta þjóðarleikvang í Evrópu og það er kominn tími á að gera eitthvað í því. Ég vona að ákvörðun um það liggi fyrir síðar á árinu."


Sjá einnig:
Það sem er gert til að hafa Laugardalsvöll kláran 26. mars
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner