Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 20:15
Aksentije Milisic
Lacazette: Getum ekki treyst á bannið hjá Man City
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette, sóknarmaður Arsenal, segir að sitt lið geti ekki treyst á það að Manchester City fari í bann frá Meistaradeildinni og það kæmi lítið á óvart ef bannið myndi ekki standa.

Í síðustu viku var City dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum sem gæti þýtt það að það fimmta sætið í ensku úrvalsdeildinni muni gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Sem stendur er Arsenal einungis fimm stigum frá fimmta sæti deildarinnar eftir að liðið vann stórsigur á Newcastle í gær.

„Ég held að það sé of snemmt að tala um þetta. Þeir geta áfrýjað og eins og gerist oft í fótboltanum, þá gæti dómurinn breyst. Þannig að við verðum bara að einblína á sjálfa okkur og gera allt sem við getum gert til að komast í Meistaradeildina," sagði Lacazette.

„Við viljum vinna fyrir stuðningsmennina okkar og reyna enda eins ofarlega á töflunni og mögulegt er."

Lacazette kom inn á sem varamaður í gær og tókst að leggja upp og skora. Hann og liðsfélagarnir fögnuðu marki hans mikið því hann var að binda enda á eina lengstu markaþurrð á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner