Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 17. febrúar 2023 22:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Greenwood hefur útskýrt mál sitt fyrir leikmönnum Man Utd

Mason Greenwood hefur hitt og spjallað við nokkra leikmenn Manchester United en þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum.


Það kom fram á dögunum að leikmenn United væru ekki sammála um hver örlög Greenwood ættu að vera en félagið rannsakar málið hans eftir að ákærur á hendur honum voru felldar niður.

Hann var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, ofbeldisfulla hegðun og líkamsárás gegn kærustu sinni.

Greenwood er sagður hafa hitt nokkra leikmenn í einrúmi til að útskýra mál sitt og sent skilaboð á samfélagsmiðlum á aðra.

Nokkrir leikmenn liðsins hafa verið með honum frá því í akademíunni en þeir eru sagðir 100% einbeittir á að klára tímabilið hjá United.


Athugasemdir
banner
banner