Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 17. febrúar 2023 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Kári burstaði KV - Haukar og ÍR með sigra
Gunnar Örvar Stefánsson skoraði fyrir Hauka
Gunnar Örvar Stefánsson skoraði fyrir Hauka
Mynd: Haukar

Keppni í B deild Lengjubikarsins hófst í kvöld á þremur leikjum.


Kári burstaði KV í riðli eitt þar sem Kolbeinn Tumi Sveinsson skoraði þrennu. Staðan var 2-0 í hálfleik en allar flóðgáttir opnuðust þegar Kolbeinn skoraði sitt fyrsta mark á 70. mínútu.

Eftir það komu fjögur mörk í viðbót og Kári vann 7-0 að lokum.

Haukar unnu góðan 4-1 sigur á Víði í riðli tvö þar sem Bessi Jóhannsson skoraði fyrir Víði. Þá vann ÍR sigur á Árbæ í Árbænum í riðli þrjú.

Kári 7-0 KV
1-0 Sveinn Svavar Hallgrímsson ('1 )
2-0 Fylkir Jóhannsson ('33 , Mark úr víti)
3-0 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('70 )
4-0 Arnar Már Kárason ('73 )
5-0 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('81 )
6-0 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('85 )
7-0 Sveinn Svavar Hallgrímsson ('90 )

Haukar 4 - 1 Víðir
1-0 Gunnar Darri Bergvinsson ('39 )
2-0 Sævar Gylfason ('65 )
2-1 Bessi Jóhannsson ('67 )
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('73 )
4-1 Sævar Gylfason ('89 )

Árbær 0-2 ÍR
Markaskorara vantar


Athugasemdir
banner
banner
banner