Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 17. febrúar 2023 23:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olla spáir í 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Olla í leik með Þrótti.
Olla í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: Getty Images
'Liverpool-menn verða að fara að rífa sig í gang, en ég held að það takist ekki í þessum leik.'
'Liverpool-menn verða að fara að rífa sig í gang, en ég held að það takist ekki í þessum leik.'
Mynd: Getty Images
Verður Rashford á skotskónum?
Verður Rashford á skotskónum?
Mynd: EPA
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nýjasta landsliðshetja Íslands, spáir í leiki 24. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Umferðin hefst á morgun með átta leikjum. Á sunnudag eru svo síðustu tveir leikir umferðarinnar spilaðir.

Olla og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eiga leik í kvöld gegn Wales á Pinatar æfingamótinu. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Aston Villa 0 - 2 Arsenal (12:30 á laugardag)
Arsenal snýr við blaðinu eftir tapleik í síðustu umferð. Saka og Ödegaard setja sitthvort markið.

Brentford 0 - 0 Crystal Palace (15:00 á laugardag)
Steindautt markalaust jafntefli.

Brighton 0 - 1 Fulham (15:00 á laugardag)
Skemmtilegur og jafn leikur, en bæði lið eru með jafnmörg stig í deildinni. Ég held að Fulham muni vilja þetta meira og þeir taka leikinn, 0-1.

Chelsea 2 - 0 Southampton (15:00 á laugardag)
Chelsea vinnur þennan leik örugglega þó þeir hafi ekki verið sannfærandi upp á síðkastið. Mudryk skorar sitt fyrsta mark í deildinni og leggur síðan upp eitt á Mason Mount.

Everton 1 - 0 Leeds (15:00 á laugardag)
Skemmtilegur botnbaráttuslagur en það vill nú enginn vera á 'relegation zone'. Þetta verður hörkuleikur og eflaust fullt af spjöldum. Everton nær inn sigurmarki í blálokin.

Nottingham Forest 0 - 3 Man City (15:00 á laugardag)
Auðveldur 0-3 sigur City-manna. Haaland skorar þrennu.

Wolves 2 - 1 Bournemouth (15:00 á laugardag)
Úlfarnir taka sigur í ágætis leik.

Newcastle 1 - 0 Liverpool (17:30 á laugardag)
Liverpool-menn verða að fara að rífa sig í gang, en ég held að það takist ekki í þessum leik.

Man Utd 3 - 1 Leicester (14:00 á sunnudag)
Rashford og félagar hans í United halda áfram að standa sig og vinna leikinn 3-1. Rashford setur að sjálfsögðu eitt, eins og alltaf.

Tottenham 2 - 0 West Ham (16:30 á sunnudag)
Tottenham langar svo mikið í topp fjóra og þeir sýna það sko heldur betur í þessum Lundúnaslag. Þeir taka West Ham, 2-0, með mörkum frá Son og Kane.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Ekki bara tveir hestar, heldur þrír
Athugasemdir
banner
banner
banner