Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 17. febrúar 2023 23:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar um Kórdrengi: Talaði við marga til að reyna komast að því hvað væri í gangi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann góðan 3-1 sigur á FH í Lengjubikarnum í kvöld en liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.


Það gera níu stig en liðið er þó aðeins búið að spila tvo leiki. Breiðabliki var dæmdur sigur gegn Kórdrengjum í fyrstu umferð þar sem Kórdrengir mættu ekki til leiks.

Nú er orðið ljóst að Kórdrengir geti ekki stillt upp liði fyrir komandi tímabil en Óskar Hrafn var spurður út í mál Kórdrengja eftir leikinn í kvöld.

„Við fengum ekki þennan leik en við tókum ágætis æfingaleik við Leikni, það er kannski skrítið að við spilum við Leikni tvisvar á tíu dögum. Leiknir er áhugavert lið með áhugaverðan þjálfara með áhugaverðar hugmyndir," sagði Óskar.

„Þetta breytir að sjálfum sér engu fyrir okkur en þetta er skrítinn riðill. Það var einhver, hvort það var ekki bara Elvar Geir, sem benti á það að við værum búnir að spila fjóra leiki á meðan ÍBV var ekki búið að spila neinn einasta leik, það er skrítið, ætla ekki að segja að það sé stórkostleg dramatík í þessu en það setur þetta mót svolítið niður með Kórdrengi ekki að taka þátt og Eyjamenn í vandræðum með að ná að spila."

Óskar tók mörg símtöl til að fá það á hreint hvað yrði um þennan leik gegn Kórdrengjum.

„Ég var í samskiptum við alla sem gátu mögulega og ómögulega komið að því að hafa áhrif á það að Kórdrengir myndu stilla upp liði í þessum leik, það voru menn í báðum þessum liðum. Talaði við marga til að reyna komast að því hvað væri í gangi, bæði þessi lið (FH og Kórdrengir) voru á meðal þeirra sem fengu símtal frá mér," sagði Óskar.


Óskar Hrafn: Erum á allt öðrum stað
Athugasemdir
banner
banner