Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 17. febrúar 2023 11:03
Elvar Geir Magnússon
Sjálfkjörið í stjórn KSÍ - Stefnir í óáhugavert þing
Helga Helgadóttir situr áfram í stjórn KSÍ.
Helga Helgadóttir situr áfram í stjórn KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði eftir rúma viku en frestur til skila inn framboð í stjórn og varastjórn er nú liðin. Ekki bárust mörg framboð og sjálfkjörið er bæði í aðalstjórn og varastjórn.

Alls bárust fjögur framboð í stjórn (fjögur sæti) og eru þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson því sjálfkjörin.

Auk ofangreindra sitja í stjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2024): Ívar Ingimarsson, Borghildur Sigurðardóttir, Pálmi Haraldsson og Sigfús Ásgeir Kárason.

Guðlaug Helga Sigurðardóttir og Torfi Rafn Halldórsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.

Framboðsfrestur í varastjórn var framlengdur í ljósi þess að ekki barst nægjanlegur fjöldi framboða. Þrjú framboð bárust innan tilskilins viðbótarfrests í varastjórn (þrjú sæti) og eru þau Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, Jón Sigurður Pétursson og Sigrún Ríkharðsdóttir því sjálfkjörin.

Það stefnir í óáhugavert þing á Ísafirði og lítið um stór mál sem verða tekin fyrir. Eða hvað? Þórir Hákonarson mætir í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á morgun og skoðar hvað rætt verður um á þinginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner