Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsfélagi Hákonar skoraði í fyrsta leiknum eftir hjartastopp
Bentaleb hér til hægri.
Bentaleb hér til hægri.
Mynd: EPA
Nabil Bentaleb skoraði í gær þegar Lille vann 2-0 sigur gegn Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Þetta var hans fyrsti leikur eftir að hann fór í hjartastopp í fyrra.

Hinum þrítuga Bentaleb var tjáð að ferli hans væri mögulega lokið eftir að hann fór í hjartastopp síðastliðið sumar.

Hann fékk hins vegar leyfi til að byrja að spila aftur í síðustu viku og skoraði aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður gegn Rennes.

„Þetta er efni í kvikmynd," sagði Bruno Genesio, þjálfari Lille, eftir leikinn.

Þessi alsírski landsliðsmaður hóf að leika aðalliðsfótbolta með Tottenham árið 2013 en hann kom til Lille frá Angers árið 2023.

Hann lék sem lánsmaður hjá Newcastle 2020 og á 52 landsleiki og fimm mörk fyrir Alsír.
Athugasemdir
banner
banner