Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. mars 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Gunnar ekki áfram í markinu hjá Fjölni
Lengjudeildin
Atli Gunnar í leik með Fjölni.
Atli Gunnar í leik með Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson mun ekki leika með Fjölni í sumar.

Atli Gunnar er uppalinn hjá Hugin á Seyðisfirði og spilaði þar allt til ársins 2016. Þá gekk hann í raðir Fram og var þar í tvö tímabil. Svo fór hann í Fjölni þar sem hann hefur spilaði síðastliðin tvö tímabil.

Hann hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni og var hann aðalmarkvörðurinn í Grafarvoginum í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. Hann fékk á sig 39 mörk í þeim 17 leikjum sem hann spilaði er Fjölnir féll.

Sigurjón Daði Harðarson varði mark Fjölnis í Lengjubikarnum og það verður að teljast líklegt að hann fái tækifærið í sumar. Sigurjón, sem er fæddur 2001, var varamarkvörður Fjölnis síðasta sumar og spilaði einn leik í Pepsi Max-deildinni, í 1-0 tapi gegn Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner