Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 17. mars 2021 23:00
Aksentije Milisic
Tuchel: Vorum hungraðir í að fara áfram
„Frábær frammistaða í kvöld, allir gáfu allt sem þeir áttu, meira segja strákarnir á pöllunum," sagði Tomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir sigurinn á Atletico Madrid í kvöld.

Chelsea virtist ekki eiga í neinum vandræðum með toppliðið frá Spáni. Gestirnir náðu lítið sem ekkert að ógna marki Chelsea og að lokum vann Chelsea einvígið sannfærandi með þremur mörkum gegn engu.

„Þeir reyndu að pressa okkur í fyrri hálfleiknum og opnuðu þá svæði fyrir okkur á miðjunni. Við vorum að þjást í nokkrar mínútur í síðari hálfleik en við vorum tilbúnir að gera allt til þess að vinna leikinn."

Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Cesar Azpilicueta virtist brjóta af sér innan vítateigs. Hvað fannst Tuchel um það?

„Azpi virkaði hræddur því að sendingin hans virtist vera of laus. Ég sá þetta ekki vel en það var hræðsla."

Tuchel er enn taplaus með Chelsea liðið eftir þrettán leiki og er það nýtt met. Aldrei hefur nýr þjálfari hjá Chelsea náð að byrja jafn vel og Þjóðverjinn.
Athugasemdir
banner
banner